Fótbolti

Mikilvæg stig í súginn hjá Arnari og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar á sínum tíma þegar hann lék með liðinu.
Arnar á sínum tíma þegar hann lék með liðinu. Vísir/AFP
Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í Zulte-Waregem náðu góðu jafntefli gegn stórliði Standard Liege í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld, en lokatölur urðu 1-1.

Ólafur Ingi kom inná á 67. mínútu og nældi sér í gult spjald á 90. mínútu. Zulte-menn jöfnuðu metin á 86. mínútu en það gerði James Troisi.

Zulte-Waregem er í tíunda sæti deildarinnar með 30 stig, en Standard Liege er í fjórða sæti með 44 stig.

Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans töpuðu enn einum leiknum í sömu deild í kvöld, en liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar.

Í kvöld tapaði Cercle gegn Lierse, en Lierse er í neðsta sætinu, tveimur stigum frá Cercle sem er sæti ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×