Fótbolti

Mörkunum rigndi í þýska boltanum | Bæjarar skoruðu átta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar gátu fagnað í gær.
Bæjarar gátu fagnað í gær. Vísir/Getty
Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í gær og þar litu alls 27 mörk dagsins ljós. Flest komu þau í leik Bayer Leverkusen og Wolfsburg eða alls níu talsins.

Wolfsburg komst í 3-0 með tveimur mörkum frá Bas Dost og einu marki frá Naldo. Þannig var staðan í hálfleik, en Heung-Min Son minnkaði muninn í 3-2 með tveimur mörkum.

Bas Dost kom svo Wolfsburg í 4-2, en Heung-Min Son innsiglaði þrennu sína og Karim Bellarabi jafnaði svo fyrir Leverkusen. 4-4 eftir 72. mínútu. Bas Dost var ekki hættur, en hann skoraði sigurmarkið fyrir Wolfsburg í uppbótartíma og ótrúlegur sigur Wolfsburgar staðreynd.

Leverkusen er í sjötta sæti deildarinnar, en Wolfsburg er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig, átta stigum á eftir toppliði Bayern Munchen sem lenti einnig í fjörugum leik í gær.

Bayern gjörsamlega pakkaði Hamburger SV saman á heimavelli, en lokatölur urðu 8-0 eftir að staðan hafi verið 3-0 í hálfleik.

Arjen Robben (2), Thomas Muller (2), Mario Götze (2), Robert Lewandowski og Franck Ribery skoruðu mörk meistarana sem sitja á toppnum með 52 stig. HSV er í tólfta sæti.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen - Wolfsburg 4-5

Bayern München - Hamburger SV 8-0

Borussia Mönchengladbach - FC Köln 1-0

Hoffenheim - VfB Stuttgart 2-1

Werder Bremen - Augsburg 3-2

Eintracht Frankfurt - Schalke 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×