Íslenski boltinn

Jónas Ýmir: Eins ólýðræðislegt og hægt er

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jónas Ýmir Jónasson, frambjóðandi til formannstöðu KSÍ, sakar KSÍ um ólýðræðisleg vinnubrögð. Þetta kom fram í frétt Harðar Magnússonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Jónas Ýmir tapaði í baráttunni gegn Geir Þorsteinssyni, en kosið var á ársþingi KSÍ sem fór fram á Hilton Nordica í gær. Geir fékk yfirgnæfandi fjölda atkvæða eða 111 talsins, Jónas Ýmir fékk níu og fimm voru ógildir eða auðir.

„Þetta var ekkert grín eins og einhverjir héldu. Vonandi verður mitt framboð hvatning í framtíðinni,” voru fyrstu viðbrögð Jónasar í samtali við Stöð 2.

„Ég er þakklátur fyrir þessi níu atkvæði, en ég verð að segja allt þetta ferli og svona. Þetta er eins ólýðræðisleg og hægt er,” en hvernig þá?

„Ég fæ ekki lista yfir þingfulltrúa fyrr en nokkrum dögum fyrir kosningar. Engin símanúmer, engir tölvupóstar. Þetta er svakaleg vinna. Það er gert erfitt fyrir öðrum frambjóðendum að koma sínu á framfæri og tala við önnur félög.

„Líka hvernig þetta er sett upp hérna og svona. Það vilja ekki rosalega margir hafa mann hérna. Maður finnur það, en þetta er góð reynsla,” sagði Jónas Ýmir að lokum.

Geir hefur setið sem formaður síðan 2007 og mun sitja áfram í næstu tvö ár í það minnsta, en alla frétt Harðar má sjá hér að ofan þar sem meðal annars er rætt við Geir Þorsteinsson.


Tengdar fréttir

Geir áfram formaður KSÍ

Geir fékk 111 atkvæði gegn níu atkvæðum Jónas Ýmis, mótframbjóðenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×