Fótbolti

Þriðja tap Hellas í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil og félagar töpuðu fyrir Genoa.
Emil og félagar töpuðu fyrir Genoa. Vísir/Getty
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn í liði Hellas Verona sem tapaði gegn Genoa á útivelli í Seríu A í dag, 5-2.

Emil og félagar lentu 2-0 undir, áður en Luca Toni minnkaði muninn. Mbaye Niang kom svo Genoa í 3-1, en Luca Toni minnkaði aftur muninn í eitt mark.

Andrea Bertolacci og Diego Perotti gerðu svo út um leikinn í síðari hálfleik, en þetta var þriðji tapleikur Hellas í röð. Liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar, en Genoa í því sjötta.

Inter vann góðan sigur á Atlanta, en lokatölur 4-1. Fredy Guarin skoraði tvö mörk, Xherdan Shaqiri eitt og Rodrigo Palacio. Inter er í tíunda sæti deildarinnar.

Roma náði ekki að setja pressu á Juventus, en liðið gerði markalaust jafntefli við Parma á heimavelli. Þeir eru sex stigum á eftir Juventus sem á þó leik til góða.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan, en Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Cesena mæta Juventus í kvöld.

Úrslit dagsins:

AC Milan - Empoli 1-1

Atlata - Inter 1-4

Genoa - Hellas Verona 5-2

Roma - Parma 0-0

Torino - Cagliari 1-1

Udinese - Lazio 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×