Sverrir Ingi: Draumurinn að spila á EM í Frakklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2015 17:22 Sverrir Ingi í viðtali. Vísir/Daníel Sverrir Ingi Ingason, nýjasti leikmaður Lokeren, segir að hann sé yfirsig hrifinn af sínu nýjasta félagi. Sverrir gekk í raðir Lokeren frá Viking í Noregi. „Ég er hrifinn af því sem ég hef séð. Það er mikill hraði á æfingum, en ég er einnig mjög hrifinn af þjálfaranum. Hann er hreinskilinn og kemur sér beint að því sem hann ætlar að segja," sagði Sverrir Ingi við dagblað í Belgíu. Deildarkeppnin í Belgíu er ansi flókinn, en liðin fara í allskyns umsspil áður en eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. „Ég skil að það eru sex leikir eftir þangað til umspil númer eitt byrjar. Umspil númer þrjú hljómar flókið fyrir mig. Þú þarft að útskýra það fyrir mér." Alexander Scholz fór frá Lokeren á dögunum til Standard Liege og er talið að Sverrir eigi að fylla hans skarð. Sverrir vill ekki láta bera sig saman við Scholz. „Er það á netinu að ég verði númer tvö? Ég hélt það væri fimmtán. Það skiptir ekki öllu máli. Ég kom hingað til að standa mig á vellinum, ekkert annað." „Mér líkar ekki við samanburðinn við Alexander. Hann stóð sig vel hér, en ég er öðruvísi leikmaður og langar að sanna mig fyrir stuðningsmönnunum með mínum eigin hæfileikum."Sjá einnig: Sverrir Ingi: Eru í engum vafa um að ég sé rétti maðurinn „Það verða kannski einhverjir leiðir þegar ég segi að ég gæti ollið vonbrigðum persónulega útaf því ég er ekki fjallamaður eða heimspekingur," sagði Sverrir og hló. Sverrir rifjar aðeins upp sinn feril fyrir blaðamanninum og segir knattspyrnulífið á Íslandi sé ekkert dans á rósum. „Á Íslandi var ég hálf-atvinnumaður. Ég vann húsverk og vann á vellinum um sex tíma á dag. Síðan var tími til að æfa. Ekki létt, því eftir daginn varstu iðulega þreyttur. Það var þó alltaf mitt markmið að verða atvinnumaður og þá verðuru að bíta frá þér." „Það eru einungis 300 þúsund íbúar, en landsliðið hefur verið að gera frábæra hluti. Sjáið bara deildirnar sem okkar bestu menn eru að spila í; Gylfi Sigþórsson (Swansea), Kolbeinn Sigþórsson (Ajax). Það er draumur minn að spila á EM í Frakklandi. Ég hef spilað þrjá A-landsleiki og er hungraður í fleiri," sagði Sverrir Ingi. Allt viðtalið má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason, nýjasti leikmaður Lokeren, segir að hann sé yfirsig hrifinn af sínu nýjasta félagi. Sverrir gekk í raðir Lokeren frá Viking í Noregi. „Ég er hrifinn af því sem ég hef séð. Það er mikill hraði á æfingum, en ég er einnig mjög hrifinn af þjálfaranum. Hann er hreinskilinn og kemur sér beint að því sem hann ætlar að segja," sagði Sverrir Ingi við dagblað í Belgíu. Deildarkeppnin í Belgíu er ansi flókinn, en liðin fara í allskyns umsspil áður en eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. „Ég skil að það eru sex leikir eftir þangað til umspil númer eitt byrjar. Umspil númer þrjú hljómar flókið fyrir mig. Þú þarft að útskýra það fyrir mér." Alexander Scholz fór frá Lokeren á dögunum til Standard Liege og er talið að Sverrir eigi að fylla hans skarð. Sverrir vill ekki láta bera sig saman við Scholz. „Er það á netinu að ég verði númer tvö? Ég hélt það væri fimmtán. Það skiptir ekki öllu máli. Ég kom hingað til að standa mig á vellinum, ekkert annað." „Mér líkar ekki við samanburðinn við Alexander. Hann stóð sig vel hér, en ég er öðruvísi leikmaður og langar að sanna mig fyrir stuðningsmönnunum með mínum eigin hæfileikum."Sjá einnig: Sverrir Ingi: Eru í engum vafa um að ég sé rétti maðurinn „Það verða kannski einhverjir leiðir þegar ég segi að ég gæti ollið vonbrigðum persónulega útaf því ég er ekki fjallamaður eða heimspekingur," sagði Sverrir og hló. Sverrir rifjar aðeins upp sinn feril fyrir blaðamanninum og segir knattspyrnulífið á Íslandi sé ekkert dans á rósum. „Á Íslandi var ég hálf-atvinnumaður. Ég vann húsverk og vann á vellinum um sex tíma á dag. Síðan var tími til að æfa. Ekki létt, því eftir daginn varstu iðulega þreyttur. Það var þó alltaf mitt markmið að verða atvinnumaður og þá verðuru að bíta frá þér." „Það eru einungis 300 þúsund íbúar, en landsliðið hefur verið að gera frábæra hluti. Sjáið bara deildirnar sem okkar bestu menn eru að spila í; Gylfi Sigþórsson (Swansea), Kolbeinn Sigþórsson (Ajax). Það er draumur minn að spila á EM í Frakklandi. Ég hef spilað þrjá A-landsleiki og er hungraður í fleiri," sagði Sverrir Ingi. Allt viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti