Innlent

Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gosið í Holuhrauni hófst í lok ágústsmánaðar.
Gosið í Holuhrauni hófst í lok ágústsmánaðar. vísir/Valli

Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári.

Ljósmyndir eru teknar á 10 mínútna fresti og myndbandið er spilað á áttföldum hraða. Á myndbandinu má sjá hvernig gosið hefur þróast en eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst á síðasta ári.

Skjálftavirknin á svæðinu hefur minnkað umtalsvert á undanförnum vikum en gosið stendur enn yfir. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.