Innlent

Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gosið í Holuhrauni hófst í lok ágústsmánaðar.
Gosið í Holuhrauni hófst í lok ágústsmánaðar. vísir/Valli
Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári.

Ljósmyndir eru teknar á 10 mínútna fresti og myndbandið er spilað á áttföldum hraða. Á myndbandinu má sjá hvernig gosið hefur þróast en eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst á síðasta ári.

Skjálftavirknin á svæðinu hefur minnkað umtalsvert á undanförnum vikum en gosið stendur enn yfir. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.