Fótbolti

Zlatan lét húðflúra á sig nöfn af fólki sem hann hefur aldrei hitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan sýnir áhorfendum húðflúrin.
Zlatan sýnir áhorfendum húðflúrin. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic, sænska stórstjarnan í PSG, fagnaði marki sínu gegn Caen í frönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn á ansi athyglisverðan hátt.

Zlatan fór úr treyjunni og sýndi þar á sér efri líkamann. Þar hafði hann látið húðflúra á sig 50 nöfn af fólki sem býr við hrikalegar aðstæður og mikla hungursneyð, en 805 milljónir manna glíma við hungursneyð í heiminum í dag.

Hvert og eitt húðflúr var tileinkað einum frá hverju landi, en United Nations World Food Programme samtökin hafa verið að hjálpa þessu fólki.

Nöfnin eru til að mynda Carmen, Mariko, Antoine, Lida, Rahma, Yaee og fjölmörg fleiri. Hann fékk hins vegar gult spjald fyrir verknaðinn - enda kveða reglur FIFA á um að það sé bannað að fara úr treyjunni meðan á leik stendur.

Gert var myndband um þennan gjörning, en myndbandið má sjá hér að neðan. Tónlistin í myndbandinu er eftir Íslendinginn, Jón Þór Birgisson, en lagið heitir Tornado.

Myndbandið:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×