Innlent

Dómur Hæstaréttar svarar þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á embættið

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hátt hafi verið reitt til höggs gegn embætti sérstaks saksóknara og dómstólum. Dómur Hæstaréttar svari þó í öllu þeirri gagnrýni sem hafi komið fram á embættið.  Ólafur Þór segir að lögfræðingar embættisins hafi farið yfir dóminn síðustu daga og komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi fordæmisgildi í mörgum málum sem séu til meðferðar hjá embættinu.

Athygli vakti þegar Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og einn sakborninga í al Thani-málinu, kallaði Evu Joly „ógæfukonu“ í viðtali við Vísi. Ólafur Þór segir að Eva Joly hafi reynst sannspá um marga hluti þegar hún varaði við þeirri umræðu sem gæti orðið um starf saksóknarans. Eva Joly hafi veitt embættinu mikilvæga leiðsögn.

Sjá einnig: Segir dómara í Al-Thani málinu hafa komist að niðurstöðu fyrir fram

Ólafur Ólafsson, sem var einn af stærstu hluthöfum bankans og fékk fjögurra og hálfs árs dóm, ætlar að leita til Mannréttindadóms Evrópu. Hann sagðist þó í samtali við Reuters um síðustu helgi ekki bjartsýnn á að málið yrði tekið þar fyrir. Ólafur Þór segir að óháð því sé málinu lokið nú á Íslandi, með dómi Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart

Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×