Innlent

Unnið að því að losa umferðarstíflur í Grafarvogi

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá umferðarteppu á brúnni í kvöld.
Frá umferðarteppu á brúnni í kvöld. Vísir
Lögregla vinnur nú að því að losa umferðarstíflu á brúnni milli Grafarvogs og Grafarholts. Að sögn varðstjóra lögreglu þurfti að moka snjó á brúnni en bílar ættu bráðlega að geta áfram komist sína leið.

Það hefur mikið snjóað suðvestanlands í dag og mun áfram fram á kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Blint verður á leiðinni austur fyrir fjall þar til seint í kvöld og gert er ráð fyrir hviðum sem ná allt að þrjátíu til fjörutíu metra hraða á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×