Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 18:45 Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira