Forsætisráðherra telur „ekkert sérstakt“ koma fram í símtalinu fræga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 11:30 Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að „ekkert sérstakt“ sé að finna í frægu símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um 500 milljóna evra lán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi korter í hrun. Þetta hafi hann heyrt frá þeim sem hlustað hafa á símtal Davíðs og Geirs. Lengi hefur verið kallað eftir því að símtalið verði gert opinbert svo varpa megi betra ljósi á hvers vegna nærri gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar var lánaður Kaupþingi. Forsætisráðherra var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvort hann hefði sjálfur heyrt símtalið: „Nei, ég hef ekki heyrt það sjálfur en eftir því sem mér skilst þá leiðir það ekkert sérstakt í ljós um grundvöll þessarar ákvörðunar umfram það sem liggur fyrir; að þarna voru bankar víða um heim að falla eins og domínó-kubbar. Rétt eins og í öðrum löndum þá er ákveðið að veita lán til þess að halda bankanum gangandi. Ég geri ekki ráð fyrir að í þessu samtali komi neitt sérstakt fram sem réttlæti það umfram bara að þetta er það sem var að gerast,“ svaraði Sigmundur. Hann útilokaði þó ekki að símtalið yrði gert opinbert ef til stæði til dæmis að rannsaka hvort að íslenska ríkið ætti rétt á skaðabótum vegna lánsins. „Það hefur ekki staðið á því að koma með rannsókn á þessu, ég tala nú ekki um ef það væri krafa ríkisins um skaðabætur, að menn myndu þá hafa aðgang að þessu eins og öðrum upplýsingum um málið.“ Hlusta má viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan en hann ræddi meðal annars um Víglundarskýrsluna svokölluðu. Tengdar fréttir Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51 Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að „ekkert sérstakt“ sé að finna í frægu símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um 500 milljóna evra lán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi korter í hrun. Þetta hafi hann heyrt frá þeim sem hlustað hafa á símtal Davíðs og Geirs. Lengi hefur verið kallað eftir því að símtalið verði gert opinbert svo varpa megi betra ljósi á hvers vegna nærri gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar var lánaður Kaupþingi. Forsætisráðherra var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvort hann hefði sjálfur heyrt símtalið: „Nei, ég hef ekki heyrt það sjálfur en eftir því sem mér skilst þá leiðir það ekkert sérstakt í ljós um grundvöll þessarar ákvörðunar umfram það sem liggur fyrir; að þarna voru bankar víða um heim að falla eins og domínó-kubbar. Rétt eins og í öðrum löndum þá er ákveðið að veita lán til þess að halda bankanum gangandi. Ég geri ekki ráð fyrir að í þessu samtali komi neitt sérstakt fram sem réttlæti það umfram bara að þetta er það sem var að gerast,“ svaraði Sigmundur. Hann útilokaði þó ekki að símtalið yrði gert opinbert ef til stæði til dæmis að rannsaka hvort að íslenska ríkið ætti rétt á skaðabótum vegna lánsins. „Það hefur ekki staðið á því að koma með rannsókn á þessu, ég tala nú ekki um ef það væri krafa ríkisins um skaðabætur, að menn myndu þá hafa aðgang að þessu eins og öðrum upplýsingum um málið.“ Hlusta má viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan en hann ræddi meðal annars um Víglundarskýrsluna svokölluðu.
Tengdar fréttir Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51 Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51
Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10
Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21