Viðskipti innlent

Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins

ingvar haraldsson skrifar
Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag að kanna í samstarfi við Seðlabanka Íslands hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að tilefni væri til að skoða hvort íslenska ríkið ætti skaðabótakröfu  á slitabú Kaupþings vegna 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til bankans í kjölfar Al-Thani fléttunnar.

Í samtali við RÚV segir Bjarni að gögn málsins gæfu vel tilefni til að láta reyna á hvort skaðabótaskylda hafi myndast. „Já ég kynnti það að við viljum í samstarfi við Seðlabankann láta skoða þetta, að Seðlabankinn skoði ákveðna þætti og við munum meta málið út frá öðrum hliðum þ.e.a.s. hvort það geti hafa stofnast til einhvers konar skaðabótaskyldu eða að minnsta kosti að það væri réttlætanlegt að láta reyna á skaðabótaskyldu vegna þessa,“ sagði Bjarni en bætti við að ekki ætti að búast við of miklu.

„Ég ætla að halda væntingum í lágmarki þar til að þetta hefur verið skoðað en mér finnst og okkur hafa borist ábendingar um að það sé fullt tilefni til þess að skoða þetta. Þetta þarf ekki að taka mjög langan tíma, kannski einhverjar vikur, að þetta fari í skoðun,“ sagði Bjarni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×