Innlent

Björgunarsveitir komnar að fólkinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveit í útkalli. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarsveit í útkalli. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarsveitarmenn á snjóbíl komu fyrir nokkrum mínútum að sjö manns sem hafa hafst við í tveimur föstum jeppum síðan í gærkvöldi á hálendinu á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, norðaustur af Laugafelli.  Tveir aðrir björgunarsveitarbílar eru líka á leiðinni.

Annar jeppanna var í gangi og amar ekkert að fólkinu, sem allt  var komið yfir í hann. Mikið hefur fennt að bílunum í nótt og eru þeir nánast á kafi.

Þriggja og níu ára börn eru meðal annarra í bílunum en fólkið hafði ekki verið í símasambandi síðan klukkan tíu í gærkvöldi, þegar það óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar. Tveir fjallatrukkar voru sendir af stað en annar bilaði og hinn komst ekki lengra vegna ófærðar.

Þegar lögreglan á Akureyri frétti af Gæsluþyrlu í sjúkraflugi fyrir norðan í gærkvöldi var óskað eftir að hún flygi á vettvang og sækti að minnsa kosti börnin. En þegar hún hafði tekið eldsneyti á Akureyri var farið að snjóa svo mikið að ekkert skyggni var til flugsins inn til fjalla, svo hún flaug suður.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×