Innlent

Hálka á flestum vegum á Suðurlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snjóþekja og hálka er víða um land.
Snjóþekja og hálka er víða um land. Vísir/Pjetur
Á Suðurlandi er  hálka á velflestum vegum, hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Hálfdán og Mikladal.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi eystra. Ófært er á Hófaskarði og á Hólasandi einnig á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, og á Vopnafjarðarheiði en þæfingur á Brekknaheiði.

Á  Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hálka er í Oddskarði þó er sumstaðar eingöngu einbreitt og vegfarendur beðnir að sýna varkárni. Ófært er á Vatnsskarði eystra.

Hálka og hálkublettir eru með suðausturströndinni.Vegna óvenju mikils jarðsigs á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×