Íslenskur læknir í Svíþjóð enduruppbyggir sníp Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 16:15 Vísir/Getty Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira