Innlent

Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi í dag og í kvöld vegna veðurs.
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi í dag og í kvöld vegna veðurs. Vísir/GVA
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi í dag og í kvöld vegna veðurs.

Spáð er stormi um land allt í dag og í kvöld og gæti vindhraði víða farið yfir 20 metra á sekúndu.

Veðurhorfur á landinu:

Suðvestan- og vestan 15-23 metrar á sekúndu, en hvassari í vindstrengjum um landið norðanvert. Éljagangur fyrir vestan en úrkomulítið austanlands.

Kólnandi veður, hiti um eða undir frostmarki í kvöld. Dregur úr vindi í nótt, suðvestan 8-15 metrar á sekúndu á morgun en örlítið meiri vindur norðanlands.

Dálítil slydda eða rigning með köflum vestantil, en léttir til fyrir austan og hlýnar, hiti 2 til 6 stig annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×