Innlent

Fjórir bílar fuku af veginum

Vísir/Hafþór
Fjórir bílar, sem ekið var um Sandveginn sem liggur frá Bolungarvík að Bolungarvíkurgöngum, fuku út af veginum í gær. Mjög hvasst var fyrir vestan seinni partinn í gær og fram á nótt.

Vindurinn virðist hafa náð sér verulega á strik út Syðridalinn og gekk hann á með mjög snörpum hviðum yfir Sandveginn.

Einn af bílunum var tekinn í gær, en hinir þrír voru dregnir upp í morgun. Þá var komið blíðskaparveður, en aftur er spáð stormi í kvöld og í nótt.

Vísir/Hafþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×