Fótbolti

Kongó hirti bronsið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Úr leik með Congo í Afríkukeppninni
Úr leik með Congo í Afríkukeppninni vísir/getty
Kongó vann leikinn við Miðbaugs-Gíneu  um þriðja sætið í Afríkukeppninni í fótbolta í dag eftir vítaspyrnukeppni.

Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og klikkaði Miðbaugs-Gínea úr tveimur fyrstu vítaspurnunum sínum í vítakeppninni en farið var beint í vítaspyrnukeppni eftir venjulegan leiktíma.

Leikmenn Miðbaugs-Gíneu nýttu tvær næstu vítaspyrnurnar sínar en það dugði ekki til því Kongó skoraði úr öllum fjórum spyrnunum sínum og fagnaði bronsinu í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×