Innlent

Mestöllu innanlandsflugi hefur verið aflýst

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Næstum því öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Flugfélag Íslands hefur aflýst öllum sínum ferðum í dag vegna veðurs. Flugfélagið Ernir hefur þó flogið tvisvar til Vestmanneyja og mun líklega fljúga tvær í viðbót í dag. Útlit er fyrir að aflýsa þurfi flugi til Húsavíkur, Hornafjarðar og á Bíldudal.

Mikill vindur er nú á mestöllu landinu, eins og sjá má á heimasíðu Veðurstofunnar. Búið er að spá allt að 55 metra hviðum á norðanverðu landinu seinni partinn. Um allt land má búast við 35 til 45 m/s vindhviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×