Fótbolti

Fílabeinsströndin tryggði sér Afríkumeistaratitilinn eftir vítaspyrnukeppni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Fílabeinsströndin tryggði sér í kvöld Afríkumeistaratitilinn eftir sigur á Gana í vítaspyrnukeppni eftir markalausan 120 mínútna leik.

Hvorugu liðinu tókst og skora í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Ekkert var heldur skorað í framlengingunni  og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Gana skoraði úr fyrstu vítaspyrnunni sinni en Wilfried Bony skaut í slána úr fyrstu spyrnu Fílabeinsstrandarinnar.

Ganaverjar nýttu tvær fyrstu vítaspyrnur sínar en Fílabeinsströndin skoraði ekki fyrr en í þriðju spyrnu sinni. Þá var komið að Gana að klikka á tveimur vítum í röð og Fílabeinsströndin jafnaði metin.

Bæði lið nýttu fimmtu vítaspyrnu sína og því þurfti að grípa til bráðabana.

Það var ekki fyrr en í elleftu umferð markverði Gana brást bogalistin og Fílabeinsströndin fagnaði sigri þegar markvörður liðsins skoraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×