Fótbolti

Zlatan tryggði PSG stig gegn toppliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan fékk tvær tilraunir á vítapunktinum í kvöld.
Zlatan fékk tvær tilraunir á vítapunktinum í kvöld. Vísir/AFP
Lyon er enn á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn PSG í stórslag helgarinnar í Frakklandi.

Clinton Mue Njie kom Lyon yfir í fyrri hálfleik en Zlatan Ibrahimovic jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu í þeim síðari.

Anthony Lopes, markvörður Lyon, varði reyndar vítaspyrnu Svíans en dómari leiksins lék endurtaka spyrnuna og þá skoraði Zlatan. Heimamenn voru afar ósáttir við ákvörðun dómarans og var markvarðaþjálfari Lyon rekinn upp í stúku fyrir sinn þátt í mótmælunum.

Markið sem Zlatan skoraði var það fyrsta sem Lyon fékk á sig í meira en tíu klukkustundir í frönsku úrvalsdeildinni - liðið fékk síðast á sig deildarmark í byrjun desember.

Parísarliðið sótti stíft en tókst ekki að skora öðru sinni fram hjá Lopes sem átti stórleik í kvöld.

Lyon er á toppi deildarinnar með 50 stig en Marseille og PSG koma næst með 48 stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×