Innlent

Innanlandsflug liggur niðri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allt innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands liggur niðri.
Allt innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands liggur niðri.
Allt innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands liggur niðri eins og staðan er en aðstæður verða kannaðar aftur á ellefta tímanum.

Slæmt veður hefur verið á landinu í morgun en búast má við mjög snörpum en staðbundnum vindhviðum við fjöll á Norðurlandi og undir Vatnajökli, allt að 45-55 m/s fram yfir hádegi.

Veðurhorfur næsta sólahringinn: Suðvestan 15-23 m/s en 10-18 m/s Suðvestan til. Skúrir og síðar slydduél eða él en yfirleitt þurrt á Austurlandi. Kólnar smám saman. Dregur úr vindi um tíma síðdegis, en hvessir aftur seint í kvöld. Suðvestan 13-20 og él í nótt og á morgun, en yfirleitt þurrt Austan til. Hiti um og undir frostmarki víðast hvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×