Fótbolti

Tuttugu og tveir látnir eftir óeirðir í Egyptalandi | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Grátandi faðir syrgir son sinn sem lést í óeirðunum í gærkvöldi.
Grátandi faðir syrgir son sinn sem lést í óeirðunum í gærkvöldi. vísir/afp
Egypsk yfirvöld hafa frestað öllum knattspyrnuleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir að 22 létust í óeirðum í Kaíró í gærkvöldi.

Fólk tróðst undir þegar lögreglan beitti hóp stuðningsmanna Zamalek táragasi, en þeir voru að reyna að troða sér inn á leik gegn erkifjendunum ENPPI í borgarslag.

Stuðningsmennirnir kenna lögreglunni um hvernig fór þar sem aðeins eitt lítið hlið var opnað fyrir alla stuðningsmennina til að komast inn.

Handtökuskipun hefur verið gefin út á forsvarsmenn stuðningsmannahóps Zamaleks sem ber heitið Hvítu Riddararnir.

Fréttainnslag frá Al Jazeera um óeirðirnar:


Þetta er í annað sinn á þremur árum sem svona skelfilegur atburður á sér stað á knattspyrnuleik í Egyptalandi, en árið 2012 létust 74 í óeirðum í Port Said.

Fyrir utan þá 22 sem létust eru 20 til viðbótar særðir, samkvæmt þeim vitnum sem fréttamenn BBC hafa talað við í Kaíró. Leikurinn í gær hélt áfram og var kláraður þrátt fyrir óeirðirnar.

Umhverfið eftir leikinn var ekki fagurt, en í kringum völlinn lágu skór þeirra sem særðust og þeirra sem létust.

Vitni sögðu fréttamönnum BBC að girðing hefði fallið til jarðar og stuðningsmenn byrjað að gera sig líklega til að komast í stórum hópi inn á völlinn.

„Allt í einu byrjaði lögreglan að skjóta að okkur táragasi,“ segir eitt vitnið og annað segir að 50 manns hafi allt í einu verið komnir ofan á hvorn annan.

Saksóknari ríkisins í Kaíró hefur skipað opinbera rannsókn á atburðum gærkvöldsins.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/afp
Óeirðirnar í Port Said 2012:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×