Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 12:59 Á skýringarmyndinni til hægri sjást mælingar vísindamannanna í Holuhrauni. Mengunarlagið frá Bandaríkjunum er um kílómeter á þykkt. Vísir Eins kílómetra þykkt mengungarlag sem kemur frá austurströnd Bandaríkjanna fannst í 5 kílómetra hæð yfir Holuhrauni fyrir algjöra tilviljun þann 22. janúar síðastliðinn. Þetta sýna niðurstöður mælinga sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, gerði ásamt frönskum vísindamanni sem staddur er hér á landi en þeir ætluðu að mæla efnasamsetninguna í gosmekkinum sjálfum.Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, með belginn sem notaður er til mælinganna.Mynd/Háskóli ÍslandsFyrsta sinn sem mengun frá þessum slóðum mælist yfir Íslandi Haraldur segir að allar líkur séu á að mengunarlagið hafi legið yfir öllu landinu en þetta er í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist á Íslandi. Hann segist þar af leiðandi ekki vita hversu oft slík mengun berist til landsins en þó sé líklegt að það sé nokkrum sinnum á ári. „Þetta er dálítið merkilegt því að menn hafa alltaf talið það að mengunin hér komi frá Evrópu, sem hún auðvitað gerir, og maður finnur stundum lyktina af þegar vindur blæs beint frá Bretlandseyjum og Evrópu. Menn hafa haldið að sú mengun sem er í andrúmsloftinu í Ameríku sé langt í burtu, og að þetta væri allt saman bara búið að rigna ofan í sjóinn áður en þetta kæmi hingað,“ segir Haraldur. Vísindamennirnir gera mælingar með belg sem þeir senda upp í loftið. Belgurinn er tæki sem dælir lofti í gegnum rör en í rörinu eru leysigeislar og nemar sem að taka mynd af öllum litlum ögnum sem fara þar í gegn. Haraldur segir að með tækinu sé hægt að taka skrilljón myndir á sekúndu og því er hægt að telja allar agnirnar sem fara í gegn og greina þær, til dæmis hversu stórar þær eru og hvaða tegundar. „Það kemur í ljós að það er mikið af ögnum í þessari hæð yfir Holuhrauni en þetta er ekki í neinum tengslum við gosið því það er hreint loft á milli.“Hér má sjá hvar belgurinn var sendur upp fyrir ofan Holuhraun á fimmtudaginn í seinustu viku.Mynd/Háskóli ÍslandsMengunin hefur áhrif á bráðnun jökla á heimskautasvæðum Haraldur segir að þeir hafi svo farið að reikna hvaðan lofitð kom. „Þá liggur leiðin nokkuð rakleitt að austurströnd Bandaríkjanna. Þar var stilla nokkrum dögum áður og þá safnast mengunin saman í andrúmsloftinu. Svo kemur vestanátt sem blæs öllu dótinu út á sjó og þessi sama vestanátt lyftir þessu svo upp í 5 kílómetra hæð. Þar flýtur þetta yfir Ísland og yfir heimskautin.“ Mengunin fór í gegnum eina lægð í leiðinni og oftast skolast mengunin þá burt. Þetta hafi hins vegar sloppið í gegn og það kemur nokkuð á óvart. Haraldur segir að mengunin skipti ekki miklu máli fyrir veðrið á Íslandi þá daga sem hún er. „En sótið sest svo á snjó og ís á heimskautasvæðunum og flýtir fyrir bráðnun á vorin og sumrin. Það skiptir svo máli fyrir veðurfar á okkar slóðum og um alla jörð þegar fram í sækir.“ Tengdar fréttir Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15 Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21 Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Eins kílómetra þykkt mengungarlag sem kemur frá austurströnd Bandaríkjanna fannst í 5 kílómetra hæð yfir Holuhrauni fyrir algjöra tilviljun þann 22. janúar síðastliðinn. Þetta sýna niðurstöður mælinga sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, gerði ásamt frönskum vísindamanni sem staddur er hér á landi en þeir ætluðu að mæla efnasamsetninguna í gosmekkinum sjálfum.Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, með belginn sem notaður er til mælinganna.Mynd/Háskóli ÍslandsFyrsta sinn sem mengun frá þessum slóðum mælist yfir Íslandi Haraldur segir að allar líkur séu á að mengunarlagið hafi legið yfir öllu landinu en þetta er í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist á Íslandi. Hann segist þar af leiðandi ekki vita hversu oft slík mengun berist til landsins en þó sé líklegt að það sé nokkrum sinnum á ári. „Þetta er dálítið merkilegt því að menn hafa alltaf talið það að mengunin hér komi frá Evrópu, sem hún auðvitað gerir, og maður finnur stundum lyktina af þegar vindur blæs beint frá Bretlandseyjum og Evrópu. Menn hafa haldið að sú mengun sem er í andrúmsloftinu í Ameríku sé langt í burtu, og að þetta væri allt saman bara búið að rigna ofan í sjóinn áður en þetta kæmi hingað,“ segir Haraldur. Vísindamennirnir gera mælingar með belg sem þeir senda upp í loftið. Belgurinn er tæki sem dælir lofti í gegnum rör en í rörinu eru leysigeislar og nemar sem að taka mynd af öllum litlum ögnum sem fara þar í gegn. Haraldur segir að með tækinu sé hægt að taka skrilljón myndir á sekúndu og því er hægt að telja allar agnirnar sem fara í gegn og greina þær, til dæmis hversu stórar þær eru og hvaða tegundar. „Það kemur í ljós að það er mikið af ögnum í þessari hæð yfir Holuhrauni en þetta er ekki í neinum tengslum við gosið því það er hreint loft á milli.“Hér má sjá hvar belgurinn var sendur upp fyrir ofan Holuhraun á fimmtudaginn í seinustu viku.Mynd/Háskóli ÍslandsMengunin hefur áhrif á bráðnun jökla á heimskautasvæðum Haraldur segir að þeir hafi svo farið að reikna hvaðan lofitð kom. „Þá liggur leiðin nokkuð rakleitt að austurströnd Bandaríkjanna. Þar var stilla nokkrum dögum áður og þá safnast mengunin saman í andrúmsloftinu. Svo kemur vestanátt sem blæs öllu dótinu út á sjó og þessi sama vestanátt lyftir þessu svo upp í 5 kílómetra hæð. Þar flýtur þetta yfir Ísland og yfir heimskautin.“ Mengunin fór í gegnum eina lægð í leiðinni og oftast skolast mengunin þá burt. Þetta hafi hins vegar sloppið í gegn og það kemur nokkuð á óvart. Haraldur segir að mengunin skipti ekki miklu máli fyrir veðrið á Íslandi þá daga sem hún er. „En sótið sest svo á snjó og ís á heimskautasvæðunum og flýtir fyrir bráðnun á vorin og sumrin. Það skiptir svo máli fyrir veðurfar á okkar slóðum og um alla jörð þegar fram í sækir.“
Tengdar fréttir Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15 Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21 Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15
Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21
Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent