Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 12:59 Á skýringarmyndinni til hægri sjást mælingar vísindamannanna í Holuhrauni. Mengunarlagið frá Bandaríkjunum er um kílómeter á þykkt. Vísir Eins kílómetra þykkt mengungarlag sem kemur frá austurströnd Bandaríkjanna fannst í 5 kílómetra hæð yfir Holuhrauni fyrir algjöra tilviljun þann 22. janúar síðastliðinn. Þetta sýna niðurstöður mælinga sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, gerði ásamt frönskum vísindamanni sem staddur er hér á landi en þeir ætluðu að mæla efnasamsetninguna í gosmekkinum sjálfum.Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, með belginn sem notaður er til mælinganna.Mynd/Háskóli ÍslandsFyrsta sinn sem mengun frá þessum slóðum mælist yfir Íslandi Haraldur segir að allar líkur séu á að mengunarlagið hafi legið yfir öllu landinu en þetta er í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist á Íslandi. Hann segist þar af leiðandi ekki vita hversu oft slík mengun berist til landsins en þó sé líklegt að það sé nokkrum sinnum á ári. „Þetta er dálítið merkilegt því að menn hafa alltaf talið það að mengunin hér komi frá Evrópu, sem hún auðvitað gerir, og maður finnur stundum lyktina af þegar vindur blæs beint frá Bretlandseyjum og Evrópu. Menn hafa haldið að sú mengun sem er í andrúmsloftinu í Ameríku sé langt í burtu, og að þetta væri allt saman bara búið að rigna ofan í sjóinn áður en þetta kæmi hingað,“ segir Haraldur. Vísindamennirnir gera mælingar með belg sem þeir senda upp í loftið. Belgurinn er tæki sem dælir lofti í gegnum rör en í rörinu eru leysigeislar og nemar sem að taka mynd af öllum litlum ögnum sem fara þar í gegn. Haraldur segir að með tækinu sé hægt að taka skrilljón myndir á sekúndu og því er hægt að telja allar agnirnar sem fara í gegn og greina þær, til dæmis hversu stórar þær eru og hvaða tegundar. „Það kemur í ljós að það er mikið af ögnum í þessari hæð yfir Holuhrauni en þetta er ekki í neinum tengslum við gosið því það er hreint loft á milli.“Hér má sjá hvar belgurinn var sendur upp fyrir ofan Holuhraun á fimmtudaginn í seinustu viku.Mynd/Háskóli ÍslandsMengunin hefur áhrif á bráðnun jökla á heimskautasvæðum Haraldur segir að þeir hafi svo farið að reikna hvaðan lofitð kom. „Þá liggur leiðin nokkuð rakleitt að austurströnd Bandaríkjanna. Þar var stilla nokkrum dögum áður og þá safnast mengunin saman í andrúmsloftinu. Svo kemur vestanátt sem blæs öllu dótinu út á sjó og þessi sama vestanátt lyftir þessu svo upp í 5 kílómetra hæð. Þar flýtur þetta yfir Ísland og yfir heimskautin.“ Mengunin fór í gegnum eina lægð í leiðinni og oftast skolast mengunin þá burt. Þetta hafi hins vegar sloppið í gegn og það kemur nokkuð á óvart. Haraldur segir að mengunin skipti ekki miklu máli fyrir veðrið á Íslandi þá daga sem hún er. „En sótið sest svo á snjó og ís á heimskautasvæðunum og flýtir fyrir bráðnun á vorin og sumrin. Það skiptir svo máli fyrir veðurfar á okkar slóðum og um alla jörð þegar fram í sækir.“ Tengdar fréttir Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15 Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21 Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Eins kílómetra þykkt mengungarlag sem kemur frá austurströnd Bandaríkjanna fannst í 5 kílómetra hæð yfir Holuhrauni fyrir algjöra tilviljun þann 22. janúar síðastliðinn. Þetta sýna niðurstöður mælinga sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, gerði ásamt frönskum vísindamanni sem staddur er hér á landi en þeir ætluðu að mæla efnasamsetninguna í gosmekkinum sjálfum.Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, með belginn sem notaður er til mælinganna.Mynd/Háskóli ÍslandsFyrsta sinn sem mengun frá þessum slóðum mælist yfir Íslandi Haraldur segir að allar líkur séu á að mengunarlagið hafi legið yfir öllu landinu en þetta er í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist á Íslandi. Hann segist þar af leiðandi ekki vita hversu oft slík mengun berist til landsins en þó sé líklegt að það sé nokkrum sinnum á ári. „Þetta er dálítið merkilegt því að menn hafa alltaf talið það að mengunin hér komi frá Evrópu, sem hún auðvitað gerir, og maður finnur stundum lyktina af þegar vindur blæs beint frá Bretlandseyjum og Evrópu. Menn hafa haldið að sú mengun sem er í andrúmsloftinu í Ameríku sé langt í burtu, og að þetta væri allt saman bara búið að rigna ofan í sjóinn áður en þetta kæmi hingað,“ segir Haraldur. Vísindamennirnir gera mælingar með belg sem þeir senda upp í loftið. Belgurinn er tæki sem dælir lofti í gegnum rör en í rörinu eru leysigeislar og nemar sem að taka mynd af öllum litlum ögnum sem fara þar í gegn. Haraldur segir að með tækinu sé hægt að taka skrilljón myndir á sekúndu og því er hægt að telja allar agnirnar sem fara í gegn og greina þær, til dæmis hversu stórar þær eru og hvaða tegundar. „Það kemur í ljós að það er mikið af ögnum í þessari hæð yfir Holuhrauni en þetta er ekki í neinum tengslum við gosið því það er hreint loft á milli.“Hér má sjá hvar belgurinn var sendur upp fyrir ofan Holuhraun á fimmtudaginn í seinustu viku.Mynd/Háskóli ÍslandsMengunin hefur áhrif á bráðnun jökla á heimskautasvæðum Haraldur segir að þeir hafi svo farið að reikna hvaðan lofitð kom. „Þá liggur leiðin nokkuð rakleitt að austurströnd Bandaríkjanna. Þar var stilla nokkrum dögum áður og þá safnast mengunin saman í andrúmsloftinu. Svo kemur vestanátt sem blæs öllu dótinu út á sjó og þessi sama vestanátt lyftir þessu svo upp í 5 kílómetra hæð. Þar flýtur þetta yfir Ísland og yfir heimskautin.“ Mengunin fór í gegnum eina lægð í leiðinni og oftast skolast mengunin þá burt. Þetta hafi hins vegar sloppið í gegn og það kemur nokkuð á óvart. Haraldur segir að mengunin skipti ekki miklu máli fyrir veðrið á Íslandi þá daga sem hún er. „En sótið sest svo á snjó og ís á heimskautasvæðunum og flýtir fyrir bráðnun á vorin og sumrin. Það skiptir svo máli fyrir veðurfar á okkar slóðum og um alla jörð þegar fram í sækir.“
Tengdar fréttir Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15 Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21 Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15
Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21
Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23