Innlent

Átta vikur í gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi hnífstunguárásarinnar á Hverfisgötu.
Frá vettvangi hnífstunguárásarinnar á Hverfisgötu. Mynd/Þorgeir Ólafsson
Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa reynt að ráða Sebastian Andrzej Golab bana þann 23. nóvember síðastliðinn. Sebastian var stunginn í gegnum hjartað en skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga honum. Hann var útskrifaður af Landspítalanum rúmri viku eftir árásina.

Kristján Ingi Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum. Rannsókn málsins standi enn yfir og líður að lokum hennar.

Upphaflega voru þrír menn settir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt um miðjan desember. Sá sem enn er í varðhaldi hefur verið þar í átta vikur. Kristján Ingi segir málið unnið eins hratt og hægt sé. Lögreglan sé meðvituð um dóm í Hæstarétti þar sem talað sé um að menn séu ekki lengur en tólf vikur í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.


Tengdar fréttir

Varðhald yfir einum sakborningi framlengt í hjartastungumálinu

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer fram á að gæsluvarðhald yfir einum manni verði framlengt til 12. janúar næstkomandi þar sem hann er grunaður um að hafa stungið Sebastian Andrzej Golab á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn.

Hnífurinn á Hverfisgötu ófundinn

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og einangrun til mánudagsins 15. desember grunaðir um að hafa stungið Sebastian Andrzej Golab á Hverfisgötu.

Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað

Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir.

Sterklega grunaður um hnífsstungu á Hverfisgötu

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem er undir sterkum grun að hafa stungið Sebastian Andrzej Golab á Hverfisgötu þann 23. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×