Segist hafa fengið þau svör að skipun Gústafs hafi átt að vera sniðug Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 18:03 Björn segist hafa átt að sitja hjá þegar skipað var í mannréttindaráðið. Vísir/Pjetur S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hafi sagt við sig að skipun Gústafs Níelssonar hafi átt að vera sniðug. Vísir greindi frá skipun Gústafs í sæti varmanns í mannréttindaráði Reykjavíkur í gærkvöldi en hann er yfirlýstur moskuandstæðingur. Tilkynnt var um að það í dag að skipunin yrði afturkölluð.„Svo fannst okkur þetta bara sniðugt,“ segir Björn að Guðfinna hafi sagt um skipunina.Vitnar í samtal í gærkvöldi Á Facebook-síðu sinni segir Björn að hann hafi spurt þær Guðfinnu og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar, um skipunina og hvort hann hefði verið á lista flokksins fyrir borgarstjórnarnkosningarnar. „Sveinbjörg svaraði mér því að svo hefði ekki verið og Guðfinna bætti við að hann væri Sjálfstæðismaður,“ segir hann. „Ég spurði þær þá af hverju þeim hefði fundist góð hugmynd að sækja þennan mann út í bæ og biðja hann sérstaklega um að gerast fulltrúi þeirra. Guðfinna spurði mig á móti hvort allar raddir ættu ekki að heyrast í mannréttindaráði. Svo bætti hún við: "Svo fannst okkur þetta bara sniðugt.",“ segir Björn. Í gærkvöldi sagði Guðfinna í samtali við Vísi að ekki kæmi að sök þó að Gústaf væri Sjálfstæðismaður og bætti við að „á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið“.Björn vill ekki taka ábyrgð á fólki eins og Gústafi.Vísir/PjeturÆtlar ekki að styðja tilnefningar flokksins Björn segir að litið svo á að það sé á ábyrgð hvers flokks eða framboðs að skipa fulltrúa í ráð og nefndir og ekki talið það í sínum verkahring að ... það sérstaklega. „Kjósendur hafa veitt flokknum sem tilnefnir umboð til þess,“ segir hann. Björn segist þó hafa komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið mistök að sitja ekki hjá við atkvæðagreiðsluna. Eftir tilnefningu Gústafs verður þó breyting þar á hjá Birni. „Hér eftir mun ég ekki styðja tilnefningar Framsóknar og flugvallarvina á fulltrúum í ráð, nefndir, starfshópa eða önnur trúnaðarstörf á vegum borgarinnar. Ég vil ekki taka nokkra ábyrgð þessu fólki,“ segir hann. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hafi sagt við sig að skipun Gústafs Níelssonar hafi átt að vera sniðug. Vísir greindi frá skipun Gústafs í sæti varmanns í mannréttindaráði Reykjavíkur í gærkvöldi en hann er yfirlýstur moskuandstæðingur. Tilkynnt var um að það í dag að skipunin yrði afturkölluð.„Svo fannst okkur þetta bara sniðugt,“ segir Björn að Guðfinna hafi sagt um skipunina.Vitnar í samtal í gærkvöldi Á Facebook-síðu sinni segir Björn að hann hafi spurt þær Guðfinnu og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar, um skipunina og hvort hann hefði verið á lista flokksins fyrir borgarstjórnarnkosningarnar. „Sveinbjörg svaraði mér því að svo hefði ekki verið og Guðfinna bætti við að hann væri Sjálfstæðismaður,“ segir hann. „Ég spurði þær þá af hverju þeim hefði fundist góð hugmynd að sækja þennan mann út í bæ og biðja hann sérstaklega um að gerast fulltrúi þeirra. Guðfinna spurði mig á móti hvort allar raddir ættu ekki að heyrast í mannréttindaráði. Svo bætti hún við: "Svo fannst okkur þetta bara sniðugt.",“ segir Björn. Í gærkvöldi sagði Guðfinna í samtali við Vísi að ekki kæmi að sök þó að Gústaf væri Sjálfstæðismaður og bætti við að „á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið“.Björn vill ekki taka ábyrgð á fólki eins og Gústafi.Vísir/PjeturÆtlar ekki að styðja tilnefningar flokksins Björn segir að litið svo á að það sé á ábyrgð hvers flokks eða framboðs að skipa fulltrúa í ráð og nefndir og ekki talið það í sínum verkahring að ... það sérstaklega. „Kjósendur hafa veitt flokknum sem tilnefnir umboð til þess,“ segir hann. Björn segist þó hafa komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið mistök að sitja ekki hjá við atkvæðagreiðsluna. Eftir tilnefningu Gústafs verður þó breyting þar á hjá Birni. „Hér eftir mun ég ekki styðja tilnefningar Framsóknar og flugvallarvina á fulltrúum í ráð, nefndir, starfshópa eða önnur trúnaðarstörf á vegum borgarinnar. Ég vil ekki taka nokkra ábyrgð þessu fólki,“ segir hann.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira