Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:02 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Ögmundur Jónasson, segir álit umboðsmanns Alþingis sýna að tilefni var til að rannsaka samskipti ráðherrans við lögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson. Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson.
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30