Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 19:04 Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“ Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira