Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 26. janúar 2015 19:27 "Það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson. Vísir/Getty/Stöð 2 „Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
„Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira