Árásin á Aron óupplýst: „Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2015 15:35 Aron var tekinn af velli gegn Tékkum og sneri ekki aftur. vísir/eva björk „Þetta er óupplýst ennþá,“ segir Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um líkamsárásina sem handknattleiksleikmaðurinn Aron Pálmarssona varð fyrir í Ingólfsstræti í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 28. desember síðastliðinn.Sneri ekki aftur eftir höfuðmeiðslAron var sleginn í andlitið og þurfti að sauma nokkur spor til að loka skurði sem hann hlaut en auk þess var hann töluvert bólginn. Aron hafði verið lykilmaður íslenska karlalandsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar en þátttöku hans lauk á mótinu eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl í tapleik gegn Tékklandi. Hann gat því ekki spilað á móti Egyptalandi í lokaleik riðlakeppninnar og var ekki með á móti Dönum í sextán liða úrslitum þar sem íslenska liðið féll úr leik.Lítið vitaðAron Pálmarsson hafði sjálfur greint frá því að tveir menn hefðu ráðist á hann þegar hann var á leið í leigubíl með frænda sínum. Hákon segist þó ekki geta staðfest hve margir árásarmennirnir voru. Þá sé ekki búið að hafa upp á leigubílstjóranum. Þá sagði Hákon ekki vita hve oft Aron var sleginn í andlitið. Lögreglan veit ekki hverjir árásarmennirnir eru og hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Skoðaðar voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum í grennd við vettvang árásarinnar en þær upptökur skiluðu engu fyrir rannsókn málsins. Hákon segir lögregluna hafa rætt við vitni en gat ekki gefið upp hve mörg.„Eins og hver önnur líkamsárás“„Þau eru nokkur, fleiri en eitt,“ segir Hákon sem segir lögregluna ekki geta úttalað sig um rannsókn málsins. „Þetta er bara eins og hver önnur líkamsárás sem verður í borginni, sumar upplýsast og sumar ekki og í augnablikinu erum við ekki með neinar upplýsingar. Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær. Fleira get ég ekki sagt um málið.“ Tengdar fréttir Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 27. janúar 2015 09:00 Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44 Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun. 24. janúar 2015 08:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Þetta er óupplýst ennþá,“ segir Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um líkamsárásina sem handknattleiksleikmaðurinn Aron Pálmarssona varð fyrir í Ingólfsstræti í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 28. desember síðastliðinn.Sneri ekki aftur eftir höfuðmeiðslAron var sleginn í andlitið og þurfti að sauma nokkur spor til að loka skurði sem hann hlaut en auk þess var hann töluvert bólginn. Aron hafði verið lykilmaður íslenska karlalandsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar en þátttöku hans lauk á mótinu eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl í tapleik gegn Tékklandi. Hann gat því ekki spilað á móti Egyptalandi í lokaleik riðlakeppninnar og var ekki með á móti Dönum í sextán liða úrslitum þar sem íslenska liðið féll úr leik.Lítið vitaðAron Pálmarsson hafði sjálfur greint frá því að tveir menn hefðu ráðist á hann þegar hann var á leið í leigubíl með frænda sínum. Hákon segist þó ekki geta staðfest hve margir árásarmennirnir voru. Þá sé ekki búið að hafa upp á leigubílstjóranum. Þá sagði Hákon ekki vita hve oft Aron var sleginn í andlitið. Lögreglan veit ekki hverjir árásarmennirnir eru og hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Skoðaðar voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum í grennd við vettvang árásarinnar en þær upptökur skiluðu engu fyrir rannsókn málsins. Hákon segir lögregluna hafa rætt við vitni en gat ekki gefið upp hve mörg.„Eins og hver önnur líkamsárás“„Þau eru nokkur, fleiri en eitt,“ segir Hákon sem segir lögregluna ekki geta úttalað sig um rannsókn málsins. „Þetta er bara eins og hver önnur líkamsárás sem verður í borginni, sumar upplýsast og sumar ekki og í augnablikinu erum við ekki með neinar upplýsingar. Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær. Fleira get ég ekki sagt um málið.“
Tengdar fréttir Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 27. janúar 2015 09:00 Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44 Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun. 24. janúar 2015 08:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 27. janúar 2015 09:00
Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44
Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun. 24. janúar 2015 08:00