Árásin á Aron óupplýst: „Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2015 15:35 Aron var tekinn af velli gegn Tékkum og sneri ekki aftur. vísir/eva björk „Þetta er óupplýst ennþá,“ segir Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um líkamsárásina sem handknattleiksleikmaðurinn Aron Pálmarssona varð fyrir í Ingólfsstræti í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 28. desember síðastliðinn.Sneri ekki aftur eftir höfuðmeiðslAron var sleginn í andlitið og þurfti að sauma nokkur spor til að loka skurði sem hann hlaut en auk þess var hann töluvert bólginn. Aron hafði verið lykilmaður íslenska karlalandsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar en þátttöku hans lauk á mótinu eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl í tapleik gegn Tékklandi. Hann gat því ekki spilað á móti Egyptalandi í lokaleik riðlakeppninnar og var ekki með á móti Dönum í sextán liða úrslitum þar sem íslenska liðið féll úr leik.Lítið vitaðAron Pálmarsson hafði sjálfur greint frá því að tveir menn hefðu ráðist á hann þegar hann var á leið í leigubíl með frænda sínum. Hákon segist þó ekki geta staðfest hve margir árásarmennirnir voru. Þá sé ekki búið að hafa upp á leigubílstjóranum. Þá sagði Hákon ekki vita hve oft Aron var sleginn í andlitið. Lögreglan veit ekki hverjir árásarmennirnir eru og hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Skoðaðar voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum í grennd við vettvang árásarinnar en þær upptökur skiluðu engu fyrir rannsókn málsins. Hákon segir lögregluna hafa rætt við vitni en gat ekki gefið upp hve mörg.„Eins og hver önnur líkamsárás“„Þau eru nokkur, fleiri en eitt,“ segir Hákon sem segir lögregluna ekki geta úttalað sig um rannsókn málsins. „Þetta er bara eins og hver önnur líkamsárás sem verður í borginni, sumar upplýsast og sumar ekki og í augnablikinu erum við ekki með neinar upplýsingar. Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær. Fleira get ég ekki sagt um málið.“ Tengdar fréttir Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 27. janúar 2015 09:00 Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44 Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun. 24. janúar 2015 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Þetta er óupplýst ennþá,“ segir Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um líkamsárásina sem handknattleiksleikmaðurinn Aron Pálmarssona varð fyrir í Ingólfsstræti í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 28. desember síðastliðinn.Sneri ekki aftur eftir höfuðmeiðslAron var sleginn í andlitið og þurfti að sauma nokkur spor til að loka skurði sem hann hlaut en auk þess var hann töluvert bólginn. Aron hafði verið lykilmaður íslenska karlalandsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar en þátttöku hans lauk á mótinu eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl í tapleik gegn Tékklandi. Hann gat því ekki spilað á móti Egyptalandi í lokaleik riðlakeppninnar og var ekki með á móti Dönum í sextán liða úrslitum þar sem íslenska liðið féll úr leik.Lítið vitaðAron Pálmarsson hafði sjálfur greint frá því að tveir menn hefðu ráðist á hann þegar hann var á leið í leigubíl með frænda sínum. Hákon segist þó ekki geta staðfest hve margir árásarmennirnir voru. Þá sé ekki búið að hafa upp á leigubílstjóranum. Þá sagði Hákon ekki vita hve oft Aron var sleginn í andlitið. Lögreglan veit ekki hverjir árásarmennirnir eru og hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Skoðaðar voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum í grennd við vettvang árásarinnar en þær upptökur skiluðu engu fyrir rannsókn málsins. Hákon segir lögregluna hafa rætt við vitni en gat ekki gefið upp hve mörg.„Eins og hver önnur líkamsárás“„Þau eru nokkur, fleiri en eitt,“ segir Hákon sem segir lögregluna ekki geta úttalað sig um rannsókn málsins. „Þetta er bara eins og hver önnur líkamsárás sem verður í borginni, sumar upplýsast og sumar ekki og í augnablikinu erum við ekki með neinar upplýsingar. Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær. Fleira get ég ekki sagt um málið.“
Tengdar fréttir Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 27. janúar 2015 09:00 Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44 Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun. 24. janúar 2015 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 27. janúar 2015 09:00
Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44
Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun. 24. janúar 2015 08:00