„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. janúar 2015 10:14 Orð Ásmundar eru gagnrýnd harðlega. „Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12