„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. janúar 2015 10:14 Orð Ásmundar eru gagnrýnd harðlega. „Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
„Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12