Fatlaðir þurfa að sækja um undanþágur vegna greiðslukorta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2015 13:58 "Það eru ákveðnir hópar sem eiga bágt með að leggja pinnið á minnið og það þarf að vera lausn fyrir þann hóp,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. vísir/getty Hingað til hefur verið hægt að komast hjá því að stimpla inn pin-númer þegar greitt er fyrir vörur með greiðslukorti með því að smella á græna hnapp posans. Frá og með mánudeginum 19.janúar verður það þó ekki hægt en eftir þann tíma verða allir að slá inn lykilorð, eða „pinnið“. Ekki hafa allir andlega og/eða líkamlega getu til þess að leggja lykilorð á minnið eða framkvæma þá aðgerð sem krafist er þegar greitt er með greiðslukorti. Græni hnappurinn hefur því reynst þeim hópi fólks afar vel. Undanþágur verða þó veittar þeim sem ekki hafa tök á greiðslukorti með pinni, en um þær þarf að sækja sérstaklega. „Í þessum tilvikum þarf fólk að hafa samband við sitt þjónustuver eða útibú og þá munum við meta hvert tilvik fyrir sig,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Hún segir að allar helstu upplýsingar um hvert fólk geti snúið sér eftir breytinguna verði aðgengilegar á vef bankans á næstu dögum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Sérstaklega mikilvægt að auglýsa þetta vel Ekki hafa verið birtar tilkynningar á vefsíðum bankanna um breytingarnar, né hvernig undanþágunum verður háttað. Samkvæmt upplýsingafulltrúum sem Vísir ræddi við í dag eru þó líkur á að allir þurfi að leita í sinn viðskiptabanka. Það sé þó ekki fullvíst en að tilkynningar þess efnis verði sendar út á næstu dögum. „Það er sérstaklega mikilvægt að auglýsa þetta vel. Það eru ákveðnir hópar sem eiga bágt með að leggja pinnið á minnið og það þarf að vera lausn fyrir þann hóp. Lausnin er fín en auðvitað getur það reynst fötluðum og öðrum erfitt að fara í bankann. Þau þurfa því að fara í gegnum miklu lengra ferli en aðrir,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Unnin var grein fyrir stjórn verkefnisins Pinnið á minnið árið 2012 undir yfirskriftinni Aðgengi fyrir alla. Þar segir að mikilvægt sé að hafa hugfast að korthafar megi ekki upplýsa aðra, þar á meðal aðstoðarfólk, um pinnið. Ef korthafar geti af einhverjum ástæðum ekki slegið pinnið í posann eða lagt pinnið á minnið eru þeir hvattir til að hafa samband við sinn útgefanda, banka eða sparisjóð, og leita lausna. Steingrímur Sigurgeirsson fjölmiðlafulltrúi Pinnsins segir fyrirkomulagið hafa gengið vel fyrir sig á undanförnum árum og býst við að engin breyting verði þar á. Tengdar fréttir Nú þarf að leggja pinnið á minnið Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar. 8. júní 2011 13:00 Pinnið verður nauðsynlegt Þann 19. janúar næstkomandi þurfa handhafar greiðslukorta að staðfesta með pin-númeri þegar þeir greiða með greiðslukortum fyrir vörur. 17. desember 2014 08:45 Leggjum pinnið á minnið Hundruðir sölustaða um allt land eru nú komnir með örgjörvaposa þar sem viðskiptavinir þurfa að stimpla inn pin númer til að ljúka greiðslu. Verkefnastjórinn segir breytinguna hafa gengið vel en nú eru þrjú af hverjum fjórum kortum hér á landi komin með örgjörva. Það var í júní í fyrra sem verkefninu pinnið á minnið var hleypt af stokkunum og fyrstu fyrirtækin fóru að nota örgjörvaposa sem gerir fólki kleift að staðfesta viðskipti með pin númeri. 7. janúar 2012 12:20 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Hingað til hefur verið hægt að komast hjá því að stimpla inn pin-númer þegar greitt er fyrir vörur með greiðslukorti með því að smella á græna hnapp posans. Frá og með mánudeginum 19.janúar verður það þó ekki hægt en eftir þann tíma verða allir að slá inn lykilorð, eða „pinnið“. Ekki hafa allir andlega og/eða líkamlega getu til þess að leggja lykilorð á minnið eða framkvæma þá aðgerð sem krafist er þegar greitt er með greiðslukorti. Græni hnappurinn hefur því reynst þeim hópi fólks afar vel. Undanþágur verða þó veittar þeim sem ekki hafa tök á greiðslukorti með pinni, en um þær þarf að sækja sérstaklega. „Í þessum tilvikum þarf fólk að hafa samband við sitt þjónustuver eða útibú og þá munum við meta hvert tilvik fyrir sig,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Hún segir að allar helstu upplýsingar um hvert fólk geti snúið sér eftir breytinguna verði aðgengilegar á vef bankans á næstu dögum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Sérstaklega mikilvægt að auglýsa þetta vel Ekki hafa verið birtar tilkynningar á vefsíðum bankanna um breytingarnar, né hvernig undanþágunum verður háttað. Samkvæmt upplýsingafulltrúum sem Vísir ræddi við í dag eru þó líkur á að allir þurfi að leita í sinn viðskiptabanka. Það sé þó ekki fullvíst en að tilkynningar þess efnis verði sendar út á næstu dögum. „Það er sérstaklega mikilvægt að auglýsa þetta vel. Það eru ákveðnir hópar sem eiga bágt með að leggja pinnið á minnið og það þarf að vera lausn fyrir þann hóp. Lausnin er fín en auðvitað getur það reynst fötluðum og öðrum erfitt að fara í bankann. Þau þurfa því að fara í gegnum miklu lengra ferli en aðrir,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Unnin var grein fyrir stjórn verkefnisins Pinnið á minnið árið 2012 undir yfirskriftinni Aðgengi fyrir alla. Þar segir að mikilvægt sé að hafa hugfast að korthafar megi ekki upplýsa aðra, þar á meðal aðstoðarfólk, um pinnið. Ef korthafar geti af einhverjum ástæðum ekki slegið pinnið í posann eða lagt pinnið á minnið eru þeir hvattir til að hafa samband við sinn útgefanda, banka eða sparisjóð, og leita lausna. Steingrímur Sigurgeirsson fjölmiðlafulltrúi Pinnsins segir fyrirkomulagið hafa gengið vel fyrir sig á undanförnum árum og býst við að engin breyting verði þar á.
Tengdar fréttir Nú þarf að leggja pinnið á minnið Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar. 8. júní 2011 13:00 Pinnið verður nauðsynlegt Þann 19. janúar næstkomandi þurfa handhafar greiðslukorta að staðfesta með pin-númeri þegar þeir greiða með greiðslukortum fyrir vörur. 17. desember 2014 08:45 Leggjum pinnið á minnið Hundruðir sölustaða um allt land eru nú komnir með örgjörvaposa þar sem viðskiptavinir þurfa að stimpla inn pin númer til að ljúka greiðslu. Verkefnastjórinn segir breytinguna hafa gengið vel en nú eru þrjú af hverjum fjórum kortum hér á landi komin með örgjörva. Það var í júní í fyrra sem verkefninu pinnið á minnið var hleypt af stokkunum og fyrstu fyrirtækin fóru að nota örgjörvaposa sem gerir fólki kleift að staðfesta viðskipti með pin númeri. 7. janúar 2012 12:20 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Nú þarf að leggja pinnið á minnið Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar. 8. júní 2011 13:00
Pinnið verður nauðsynlegt Þann 19. janúar næstkomandi þurfa handhafar greiðslukorta að staðfesta með pin-númeri þegar þeir greiða með greiðslukortum fyrir vörur. 17. desember 2014 08:45
Leggjum pinnið á minnið Hundruðir sölustaða um allt land eru nú komnir með örgjörvaposa þar sem viðskiptavinir þurfa að stimpla inn pin númer til að ljúka greiðslu. Verkefnastjórinn segir breytinguna hafa gengið vel en nú eru þrjú af hverjum fjórum kortum hér á landi komin með örgjörva. Það var í júní í fyrra sem verkefninu pinnið á minnið var hleypt af stokkunum og fyrstu fyrirtækin fóru að nota örgjörvaposa sem gerir fólki kleift að staðfesta viðskipti með pin númeri. 7. janúar 2012 12:20