Forsætisráðherra þvertekur fyrir hugmyndafræðilegt tómarúm í utanríkismálum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. janúar 2015 19:42 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fjarveru forsætisráðherra í samstöðugöngu leiðtoga í París dæmi um að ríkisstjórnin „svífi í tómarúmi“ í utanríkismálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafnar því að ríkisstjórnin sé stefnulaus og leiðist „hverjir voru hvar“ umræðan.Hættulegir veikleikar í utanríkisstefnu Þorsteinn segir að það hafi verið tímamót í stjórnarsáttmálum að hvorki sé minnst á aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu né þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, bæði þessi samtök hafi verið grundvöllurinn af pólitískri og efnahagslegri samvinnu okkar. Í staðinn sé talað um meiri samvinnu við nýmarkaðsríki eins og Rússland og Kína. Þegar Rússland hafi ráðist inn í Úkraínu hafi menn hætt að tala um þessa nýju línu í utanríkismálunum. „Fyrir vikið virðist mér sem ríkisstjórnin átti sig ekki á því hvert hún er að stefna í utanríkismálum eða hvernig hún ætlar að koma ár sinni fyrir borð á alþjóðlegum vettvangi, nema að hún kjósi að segja ekki frá því,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir í grein á Eyjunni að sú persónulega gagnrýni sem forsætisráðherra hafi sætt fyrir að hafa ekki tekið þátt samstöðugöngunni í París um síðustu helgi sé um sumt ómakleg. Ákvörðun hans varpi á hinn bóginn ljósi á hættulega veikleika í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra DanaUmræðan áhyggjuefni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir þetta lýsandi fyrir hvernig menn bregðist oft við stórum atburðum. Þarna komi saman nokkrir stjórnmálamenn og embættismenn , ekki sem þátttakendur í þessari stóru götu heldur í hliðargötu og láti taka af sér mynd þar og ekki nema gott um það að segja. „Það að umræðan skuli snúast svona mikið um, hverjir voru hvar og hverjir voru og hverjir voru klæddir svona eða hinsegin, en ekki um stóru spurningarnar eins og tjáningarfrelsið, það finnst mér áhyggjuefni,“ segir Sigmundur. Hann þvertekur fyrir að ríkisstjórnin sé í hugmyndafræðilegu tómarúmi. Það sé ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin sé ekki með afdráttarlausa framtíðarsýn í utanríkismálum eins og öðru. Þorsteinn Pálsson sé hinsvegar á allt annarri línu en ríkisstjórnin í mörgum málum og honum finnist það kannski vera tómarúm ef menn séu á annarri skoðun. Tengdar fréttir „Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. 12. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fjarveru forsætisráðherra í samstöðugöngu leiðtoga í París dæmi um að ríkisstjórnin „svífi í tómarúmi“ í utanríkismálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafnar því að ríkisstjórnin sé stefnulaus og leiðist „hverjir voru hvar“ umræðan.Hættulegir veikleikar í utanríkisstefnu Þorsteinn segir að það hafi verið tímamót í stjórnarsáttmálum að hvorki sé minnst á aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu né þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, bæði þessi samtök hafi verið grundvöllurinn af pólitískri og efnahagslegri samvinnu okkar. Í staðinn sé talað um meiri samvinnu við nýmarkaðsríki eins og Rússland og Kína. Þegar Rússland hafi ráðist inn í Úkraínu hafi menn hætt að tala um þessa nýju línu í utanríkismálunum. „Fyrir vikið virðist mér sem ríkisstjórnin átti sig ekki á því hvert hún er að stefna í utanríkismálum eða hvernig hún ætlar að koma ár sinni fyrir borð á alþjóðlegum vettvangi, nema að hún kjósi að segja ekki frá því,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir í grein á Eyjunni að sú persónulega gagnrýni sem forsætisráðherra hafi sætt fyrir að hafa ekki tekið þátt samstöðugöngunni í París um síðustu helgi sé um sumt ómakleg. Ákvörðun hans varpi á hinn bóginn ljósi á hættulega veikleika í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra DanaUmræðan áhyggjuefni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir þetta lýsandi fyrir hvernig menn bregðist oft við stórum atburðum. Þarna komi saman nokkrir stjórnmálamenn og embættismenn , ekki sem þátttakendur í þessari stóru götu heldur í hliðargötu og láti taka af sér mynd þar og ekki nema gott um það að segja. „Það að umræðan skuli snúast svona mikið um, hverjir voru hvar og hverjir voru og hverjir voru klæddir svona eða hinsegin, en ekki um stóru spurningarnar eins og tjáningarfrelsið, það finnst mér áhyggjuefni,“ segir Sigmundur. Hann þvertekur fyrir að ríkisstjórnin sé í hugmyndafræðilegu tómarúmi. Það sé ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin sé ekki með afdráttarlausa framtíðarsýn í utanríkismálum eins og öðru. Þorsteinn Pálsson sé hinsvegar á allt annarri línu en ríkisstjórnin í mörgum málum og honum finnist það kannski vera tómarúm ef menn séu á annarri skoðun.
Tengdar fréttir „Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. 12. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. 13. janúar 2015 16:35
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. 12. janúar 2015 20:45
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Fjarvera í París vandræðaleg segir fyrrverandi sendiherra Dana Sorglegt, vonbrigði og vandræðalegt fyrir Ísland. 13. janúar 2015 13:30