Innlent

Ellefu fengu fálkaorðuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnús Pétursson, Herdís Storgaard og Páll Einarsson voru meðal þeirra sem fengu fálkaorðuna.
Magnús Pétursson, Herdís Storgaard og Páll Einarsson voru meðal þeirra sem fengu fálkaorðuna.
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinar íslensku fálkaorðu en þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

Þeir eru:

1. Dýrfinna H. K. Sigurjónsdóttir ljósmóðir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi heilsugæslu og umönnunar.

2. Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross

fyrir brautryðjandastörf að slysaforvörnum barna.

3. Inga Þórsdóttir prófessor og forseti Heilbrigðisvísindasviðs

Háskóla Íslands, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til vísinda og rannsókna.

4. Magnús Pétursson ríkisáttasemjari og fyrrverandi ráðuneytastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

5. Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði íslenskra jarðvísinda.

6. Páll Guðmundson myndlistarmaður, Húsafelli, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar.

7. Sigrún Huld Hrafnsdóttir ólympíumethafi fatlaðra og myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra.

8. Sigurður Halldórsson héraðslæknir, Kópaskeri, riddarakross fyrir læknisþjónustu á landsbyggðinni.

9. Sigurður Hansen bóndi, Kringlumýri í Skagafirði, riddarakross fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaraldar.

10. Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta.

11. Þorvaldur Jóhannsson fyrrverandi bæjarstjóri og skólastjóri, Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×