Enski boltinn

Mourinho: Þeir sparka bara og sparka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard í grasinu eftir eina tæklinguna.
Eden Hazard í grasinu eftir eina tæklinguna. Vísir/Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki ánægður með þá meðferð sem Belginn Eden Hazard fær í enska boltanum.

Eden Hazard var einn af fáum leikmönnum Chelsea sem spilaði vel í 5-3 tapinu á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mourinho óttast hinsvegar um framtíð teknískra leikmanna eins og Eden Hazard í ensku úrvalsdeildinni.

„Þeir sem elska fótbolta í þessu landi elska líka Eden Hazard, En leik eftir leik refsa mótherjarnir honum og dómararnir verja hann ekki. Einn daginn munum því við kannski ekki hafa Eden Hazard í deildinni," sagði José Mourinho við blaðamenn eftir leikinn.

„Hann lendir í einni, tveimur, þremur, fjórum, fimm og tíu agressvívum tæklingum í leik. Þeir sparka bara og sparka í Hazard en hann stendur á löppunum. Hann er virkilega heiðarlegur leikmaður," sagði Mourinho.

Eden Hazard er með átta mörk og fjórar stoðsendingar í 20 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×