Enski boltinn

Liðið hans Gylfa búið að kaupa ungan miðjumann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matt Grimes.
Matt Grimes. Vísir/Getty
Swansea City, lið Gylfa Þórs Sigurðssonar, er búið að fá til sín nýjan leikmann en félagsskiptaglugginn opnaði eins og kunnugt er í gær 1. janúar 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Swansea styrkti miðjusvæðið með því að kaupa miðjumanninn Matt Grimes frá Exeter City en liðið spilar í ensku C-deildinni.

Matt Grimes er unglingalandsliðsmaður Englands og hefur verið líkt við ungan Glenn Hoddle hjá Tottenham.

Matt Grimes er 19 ára gamall en hann spilaði sitt fyrsta tímabil með Exeter City 2013-14 og lék þá alls 37 leiki með liðinu.

Matt Grimes gerði fjögurra og hálfs árs samning við velska liðið en þótt að kaupverðið sé ekki gefið upp hefur BBC heimildir fyrir því að það sé um 1,75 milljónir punda eða um 346 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×