Enski boltinn

Pardew orðinn stjóri Crystal Palace

Alan Pardew.
Alan Pardew. vísir/getty
Alan Pardew er hættur hjá Newcastle þar sem hann er búinn að skrifa undir samning við Crystal Palace.

Síðastliðinn mánudag náðu Newcastle og Palace saman um skaðabætur ef Pardew tæki við Palace. Í kjölfarið fékk stjórinn að ræða við Palace og nú er þeim viðræðum lokið.

Pardew tekur við stjórastarfi Palace ad Neil Warnock sem var rekinn á dögunum. Pardew á verk fyrir höndum enda er Palace í botnsæti.

Margir furða sig á þessari ákvörðun enda átti Pardew eftir sex ár af samningi sínum við Newcastle sem er talsvert stærra félag. Hann skilur við Newcastle í tíunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×