Enski boltinn

Lið Arons Einars komið áfram í bikarnum

Leikmenn Cardiff fagna fyrsta marki sínu í kvöld.
Leikmenn Cardiff fagna fyrsta marki sínu í kvöld. vísir/getty
Cardiff City er komið áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir heimasigur, 3-1, á Colchester United.

Staðan var 1-0 í leikhléi en Joe Ralls kom Cardiff yfir með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan í netið.

Cardiff gekk svo endanlega frá leiknum með tveimur mörkum á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Kadeem Harris og Kenwyne Jones á skotskónum. Colchester klóraði aðeins í bakkann en það dugði ekki til.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff í kvöld.

Chesterfield er einnig komið áfram í bikarkeppninni eftir 0-1 útisigur á Milton Keynes Dons. Að sjálfsögðu var Gary Roberts á skotskónum fyrir Chesterfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×