Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. janúar 2015 11:15 Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira