Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. janúar 2015 11:15 Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira