Enski boltinn

Vandræðagemsinn Ben Arfa á leið til Frakklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Nice hefur náð samkomulagi við Newcastle um að fá Hatem Ben Arfa á láni. Ben Arfa gengur undir læknisskoðun á mánudag.

Ben Arfa var á láni hjá Hull frá Newcastle, en dvöl hans var engin frægðarför hjá Hull. Hann hvarf meðal annars og lét ekki sjá sig á æfingum í eitthvern tíma.

Steve Bruce, stjóri Hull, gafst upp á Ben Arfa sem hefur oft verið til vandræða og sendi hann aftur til Newcastle.

Nice er í ellefta sæti frönsku úrvalsdeildinnar, einungis þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

„Við höfum náð samkomulagi við Hatem Ben Arfa. Hann mun gangast undir læknisskoðun á mánudag áður en hann gengur í raðir Nice," segir í tilkynningu frá Nice.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×