Erlent

Telja slæmt veður ástæðu þess að vélin hrapaði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Leit stendur enn yfir að vélinni sem hrapaði fyrir viku síðan.
Leit stendur enn yfir að vélinni sem hrapaði fyrir viku síðan. Vísir/Getty
Slæm veðurskilyrði virðast vera aðalástæða þess að flugvél AirAsia hrapaði í Javahafi fyrir viku síðan. Þetta er mat veðurstofu Indónesíu en sérfræðingar segja vísbendingar um að ísingar í lofti hafi orðið þess valdandi að vél flugvélarinnar hafi drepið á sér.

„Okkar gögn benda til þess að flugvélin hafi lent í afar slæmu veðri og það sé aðalástæða þess að hún hrapaði,“ hefur BBC eftir Edvin Aldrian sem fer fyrir rannsókn veðurstofu Indónesíu.

Leit hefur staðið yfir að vélinni síðan hún hvarf en veðurskilyrði hafa verið slæm og gert leitina erfiða. Þó hafa fundist fjórir stórir hlutar úr vélinni og vonast leitarmenn til að finna fleiri lík en aðeins 30 lík hafa komið í leitirnar. Þá á enn eftir að finna flugritana.

Alls voru 162 um borð í vélinni þegar hún hrapaði en óttast er að enginn hafi komist lífs af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×