Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 20:30 Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins. Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins.
Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52