Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 20:30 Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins. Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins.
Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52