Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 20:30 Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins. Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins.
Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52