Útilokað að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 11:00 Frá búningaæfingu viðbragðsteymis við ebólu á Landspítalanum. Vísir/Stefán „Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira