Lífið

„Nennti ekki að bleyta nærbuxurnar og vera síðan með sand í pjöllunni“

Tinni Sveinsson skrifar
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast félagarnir Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Í fyrstu þáttunum létu þeir gamminn geysa í Adrenalíngarðinum, á gleðibumbu við Laugavatn og lentu í vandræðum í tjaldútilegu.

Nú fara strákarnir „í smá cruise“ á hestaleigu á Hellu. Þeim lyndir mjög vel við hestana í reiðtúrnum og eru drónamyndirnar sem þeir taka af túrnum ótrúlega flottar.

Þeir á við Rangá þar sem Davíð og Brynjólfur rífa sig úr fötunum til að stökkva út í. Þegar á hólminn er komið guggnar Brynjólfur aftur á móti og sleppir því að láta sig vaða.

Davíð spyr hann út í þetta eftir túrinn og þá stendur ekki á svörunum. „Ég nennti ekki að bleyta nærbuxurnar og vera síðan að ríða á hestinum með sand í pjöllunni á mér,“ segir Brynjólfur.

„En við erum að reyna að gera kúl video,“ andmælir Davíð.

„Ég er bara voðalega kúl eins og ég er og það vita það allir,“ svarar Brynjólfur þá og félagar hans verða orðlausir fyrir vikið.

Þetta er þriðji þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta.



Tengdar fréttir

Fundu falda gleðibumbu

Þrír félagar ferðast um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×