Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2015 14:02 Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL við Karphúsið. Samningar aðildarfélaga BRSR voru lausir í apríllok á þessu ári, en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í byrjun júní. Þá höfðu viðræður staðið frá því í mars. Mynd/BSRB Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn. Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn.
Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira