Banaslys á Holtavörðuheiði: Ekið of hratt miðað við aðstæður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2015 11:06 Frá vettvangi slyssins í janúar í fyrra. Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í hörðum árekstri á Holtavörðuheiði þann 12. janúar í fyrra ók of hratt miðað við aðstæður. Þá voru hjólbarðar að framan á bifreiðinni ósamstæðir. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem skilað hefur skýrslu vegna slyssins. Hámarkshraði á vegakaflanum er 90 km/klst en fólksbifreiðinnni var ekið á bilinu 70-80 km/klst samkvæmt útreikningum. Snjór var yfir veginum, fokið hafði í skafla og nokkuð hvass vindur. Bílnum, Toyota Corolla, var ekið í norðurátt og lenti í árekstri við MAN L2000 vörubíl sem ekið var í suðurátt. Er talið að ökumaður vörubílsins hafi ekið á 69 km/klst hraða en hraðinn hafi verið kominn niður í 30 km/klst þegar ökutækin skullu saman. Vörubílinn var rúmlega fjórum sinnum þyngri en fólksbifreiðin sem var ekið í gegnum skafl. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem byrjaði í kjölfarið að rása til á veginum. Rann hún á hlið framan á vörubílinn sem reyndi að víkja til hægri og ók utan í vegrið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, hinn átján ára gamli Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést í slysinu ásamt sextán ára gamalli kærustu. Bæði voru í bílbeltum. Eins og frægt er orðið voru líffæri Skarphéðins Andra gefin öðrum og fékk sextán ára drengur meðal annars hjarta hans. Varð líffæragjöfin til þess að vekja mikla umræðu um mikilvægi líffæragjafa hér á landi.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00 Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í hörðum árekstri á Holtavörðuheiði þann 12. janúar í fyrra ók of hratt miðað við aðstæður. Þá voru hjólbarðar að framan á bifreiðinni ósamstæðir. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem skilað hefur skýrslu vegna slyssins. Hámarkshraði á vegakaflanum er 90 km/klst en fólksbifreiðinnni var ekið á bilinu 70-80 km/klst samkvæmt útreikningum. Snjór var yfir veginum, fokið hafði í skafla og nokkuð hvass vindur. Bílnum, Toyota Corolla, var ekið í norðurátt og lenti í árekstri við MAN L2000 vörubíl sem ekið var í suðurátt. Er talið að ökumaður vörubílsins hafi ekið á 69 km/klst hraða en hraðinn hafi verið kominn niður í 30 km/klst þegar ökutækin skullu saman. Vörubílinn var rúmlega fjórum sinnum þyngri en fólksbifreiðin sem var ekið í gegnum skafl. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem byrjaði í kjölfarið að rása til á veginum. Rann hún á hlið framan á vörubílinn sem reyndi að víkja til hægri og ók utan í vegrið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, hinn átján ára gamli Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést í slysinu ásamt sextán ára gamalli kærustu. Bæði voru í bílbeltum. Eins og frægt er orðið voru líffæri Skarphéðins Andra gefin öðrum og fékk sextán ára drengur meðal annars hjarta hans. Varð líffæragjöfin til þess að vekja mikla umræðu um mikilvægi líffæragjafa hér á landi.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00 Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00
Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15
Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29