Brasilíumaðurinn Marcelo hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Real Madrid.
Marcelo hefur verið í herbúðum Real Madrid síðan 2007 en hann kom til spænska liðsins frá Fluminense í heimalandinu.
Marcelo hefur leikið 320 leiki fyrir Real Madrid og skorað 23 mörk.
Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Madrídar-liðinu, þ.á.m. spænsku deildina í þrígang, spænska Konungsbikarinn í tvígang og Meistaradeild Evrópu einu sinni.
Hann hefur leikið 39 landsleiki fyrir Brasilíu.
Marcelo samdi við Real Madrid til 2020
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn




Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn