Mini Messi í enska boltanum er hún en ekki hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 14:00 Fran Kirby. Vísir/Getty Lionel Messi enska fótboltans spilar ekki með karlalandsliði Englendinga heldur kvennalandsliðinu sem stendur nú í ströngu á HM í fótbolta í Kanada. Enska kvennalandsliðið í fótbolta kemst áfram í sextán liða úrslitin á HM með sigri á Kólumbíu í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld og þar mun liðið treysta á framlag frá hinni snaggaralegu Fran Kirby sem hefur fengið gælunafnið „Mini Messi." Hin 21 árs gamla Fran Kirby skoraði mjög laglegt mark í 2-1 sigri á Mexíkó í síðasta leik sem var hennar fyrsti í byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu. Það má sjá mark hennar hér fyrir neðan. „Ef þær kólumbísku ætla að sparka mig niður þá veit ég að ég er vinna. Ég mun því bara brosa til þeirra og halda áfram," sagði hin einlæga Fran Kirby í viðtali við BBC. „Það mun örugglega pirra þær enn meira og ég hef því ekki miklar áhyggjur," sagði Kirby en þær kólumbísku hafa spilað fast í mótinu til þessa. Það voru ekki ensku blaðamennirnir sem kölluðu Fran Kirby „Mini Messi" heldur þjálfarinn Mark Sampson. Honum fannst leikstíll hennar minna það mikið á besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi, leikmann Barcelona og argentínska landsliðsins. Fran Kirby átti mjög góðan leik á móti Mexíkó. Hún grínaðist með það að pabbi hennar, sem er vanalega hennar harðasti gagnrýnandi, hafi verið óvenju hljóður eftir Mexíkó-leikinn. „Það kom mér á óvart að fá ekki meiri gagnrýni frá pabba og bróður mínum því þeir eru vanir að láta mig heyra það eftir leiki. Pabbi veit hvað ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og þeir hafa stutt mig mikið. Pabbi áttaði sig kannski á því að ég var svo hátt uppi eftir leikinn að það væri engin ástæða til að segja eitthvað," sagði Kirby. Fran Kirby skoraði 24 mörk í 18 leikjum með Reading í WSL 2 deildinni á síðasta tímabili og hefur skorað 11 mörk í fyrstu 9 leikjum á þessum tímabili. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Lionel Messi enska fótboltans spilar ekki með karlalandsliði Englendinga heldur kvennalandsliðinu sem stendur nú í ströngu á HM í fótbolta í Kanada. Enska kvennalandsliðið í fótbolta kemst áfram í sextán liða úrslitin á HM með sigri á Kólumbíu í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld og þar mun liðið treysta á framlag frá hinni snaggaralegu Fran Kirby sem hefur fengið gælunafnið „Mini Messi." Hin 21 árs gamla Fran Kirby skoraði mjög laglegt mark í 2-1 sigri á Mexíkó í síðasta leik sem var hennar fyrsti í byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu. Það má sjá mark hennar hér fyrir neðan. „Ef þær kólumbísku ætla að sparka mig niður þá veit ég að ég er vinna. Ég mun því bara brosa til þeirra og halda áfram," sagði hin einlæga Fran Kirby í viðtali við BBC. „Það mun örugglega pirra þær enn meira og ég hef því ekki miklar áhyggjur," sagði Kirby en þær kólumbísku hafa spilað fast í mótinu til þessa. Það voru ekki ensku blaðamennirnir sem kölluðu Fran Kirby „Mini Messi" heldur þjálfarinn Mark Sampson. Honum fannst leikstíll hennar minna það mikið á besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi, leikmann Barcelona og argentínska landsliðsins. Fran Kirby átti mjög góðan leik á móti Mexíkó. Hún grínaðist með það að pabbi hennar, sem er vanalega hennar harðasti gagnrýnandi, hafi verið óvenju hljóður eftir Mexíkó-leikinn. „Það kom mér á óvart að fá ekki meiri gagnrýni frá pabba og bróður mínum því þeir eru vanir að láta mig heyra það eftir leiki. Pabbi veit hvað ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og þeir hafa stutt mig mikið. Pabbi áttaði sig kannski á því að ég var svo hátt uppi eftir leikinn að það væri engin ástæða til að segja eitthvað," sagði Kirby. Fran Kirby skoraði 24 mörk í 18 leikjum með Reading í WSL 2 deildinni á síðasta tímabili og hefur skorað 11 mörk í fyrstu 9 leikjum á þessum tímabili.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti