„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2015 10:27 Björn Þorláksson telur nafna sinn Inga Hrafnsson ekki hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, heldur hreina og klára sérhagsmuni. Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015 Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015
Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55