„Er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly“ Þorbjörn Þórðason skrifar 21. október 2015 00:01 Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira