„Er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly“ Þorbjörn Þórðason skrifar 21. október 2015 00:01 Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira